
RUT KÁRA
INNANHÚSSARKITEKT
verksvið
Rut Káradóttir býður upp á heildar innanhússhönnun á heimilum, skrifstofuhúsnæði og verslunum. Auk þess sinnir hún verkefnum sem lúta að hönnun á smærri rýmum og almennri ráðgjöf, s.s. varðandi heildarskipulag, húsgagna-, efnis- og litaval.
dæmi um verkefni
um rut
Rut Káradóttir lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrifaðist þaðan árið 1993. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem innanhússarkitekt á Ítalíu og Íslandi og sinnt smáum sem stórum verkefnum á því sviði bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Helstu einkenni hönnunar Rutar eru einföld og stílhrein form þar sem vönduð efni og lýsing hjálpa til við að skapa sígilt en um leið hlýlegt yfirbragð.

fjölmiðlar
Ljósmyndir og umfjöllun um verk Rutar hafa birst í fjölda tímarita og sjónvarpsþátta, bæði innan lands og utan.