"Ráðist var í miklar endurbætur á þessu einbýli þar sem ég fékk mikið svigrúm í hönnuninni og frelsi til að velja húsgögn og aðra húsmuni. Lagt var upp með að skapa rólegt og afslappað umhverfi með mildum og náttúrulegum efnum."
"Í hönnun á þessu einbýli var markmiðið að ná fram hlýleika og birtu. Efnisvalið spilar þar stórt hlutverk þar sem ólíkum efnum eins og marmara og parketi er teflt saman."
"Tannlæknastofa sem tekin var algjörlega í gegn. Markmiðið var að skapa hlýlegt og fágað yfirbragð. Frábær samvinna við metnaðarfulla eigendur og aðra sem að verkinu komu."
"Þessi þakíbúð er eitt af mínum uppáhalds verkefnum þar sem að ég fékk mikið traust bæði í hönnun og vali efna og húsgagna. Unnið var meðal annars með ljósan við, elegant húsgögn og gluggatjöld á móti grófri "stucco" áferð á veggjum."
"Helsta áskorunin í endurhönnun innanhúss í þessu verkefni var að finna leið til að virða sterk höfundareinkenni arkitekts hússins en um leið að koma til móts við nútímalegar þarfir og kröfur nýrra eigenda."
"Mjög skemmtilegt verkefni sem ævintýri var að taka þátt í. Verkefnið fólst í heildarhönnun innanhúss á stóru en glæsilegu einbýli á Suðurlandi þar sem steinsteypa, íslenskt blágrýti og grófur viður voru ráðandi í efnisvali."